Signet

Signet

Lausn fyrir rafræna undirritun forma

signet transfer cube
signet transfer alternative

Þægilegt

Einfalt og fljótlegt að setja upp rafræn form á netinu með undirritunum. Hentar öllum bæði byrjendum og lengra komnum.

signet transfer alternative

Vistvænt

Hægt að fylla út og undirrita formin hvar sem er. Ekki þarf lengur að keyra milli staða eða fylla út pappír. Segjum bless við pappírinn og verum góð við náttúruna í leiðinni.

signet transfer alternative

Traust

Fyllsta öryggis er gætt í allri meðferð upplýsinga. Öll gögn eru dulrituð og geymd með öruggum hætti. Starfsemin ISO-27001 vottuð.

Signet forms

Signet forms er þægileg og einföld lausn fyrir þá sem vantar að láta undirrita eyðublöð eða skjöl. Mjög fljótlegt er að setja upp form/skjöl, þar sem Signet forms þjónustan býður upp á að taka á móti núverandi eyðublöðum og breyta þeim yfir á gagnvirk form þannig að hægt sé fylla þau út og undirrita rafrænt inni á Signet. Signet forms er tengt við helstu upplýsingaveitur og getur því sjálfkrafa sótt upplýsingar og einfaldað þannig ferlið til muna fyrir undirritandann.

Signet forms býður upp á nokkur ferli í tengslum við útfyllingu forma/skjala og einnig er hægt að hlaða inn viðbótargögnum sem fylgja forminu/skjalinu. Of langt mál er að telja upp öll möguleg ferli, en til viðbótar við hefðbundin feril má til dæmis nefna að læsa má formum þannig að eingöngu vissir aðilar geti fyllt formin út, hægt er að láta marga undirrita sama formið/skjalið, hægt er að hafa feril þar sem sá fyrsti sem fyllir formið út undirritar ekki heldur setur inn upplýsingar og síðan fer formið á annan aðila sem klárar að fylla út formið og undirritar.

Að undirritun lokinni býður Signet forms upp á nokkrar leiðir til að skila til baka undirritaða eyðublaðinu ásamt viðeigandi gögnum á XML formi. Þannig má til dæmis senda skjalið með Signet transfer, senda það á vefþjónustu, með tölvupósti eða flytja með FTP.

Signet forms er því þægileg og einföld leið sem býður upp á mikla möguleika við að setja formin þín á netið.

signet big logo

Kaupa áskrift

Vinsamlegast hafið samband við söludeild til að fá upplýsingar um áskrift.